­

Fræðslunetið getur veitt Markviss ráðgjöf. Ráðgjöfin felst í að meta þörf fyrir starfsmenntun í fyrirtækjum og vinna fræðsluáætlun í kjölfarið. Fyrirtæki sem vilja fá Markviss ráðgjöf geta sótt um styrk í verkefnið ,,Ráðgjafi að láni" hjá stéttarfélögum.

Hafðu samband við Fræðslunetið og fáðu upplýsingar um ráðgjöfina hjá Markviss ráðgjöfum okkar. Sjá einnig: "Fræðslustjóri að láni"

Markvissráðgjafar Fræðslunetsins

Eydisk IMG 3598 IMG 3514

Eydís Katla Guðmundsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sandra D. Gunnarsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sólveig R. Kristinsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

This is an embedded Microsoft Office presentation, powered by Office Online.

 

Meira um Markviss:

Markviss er aðferð þar sem leitast er við að vinna kerfisbundið að starfsmannaþróun í fyrirtækjum. Með Markviss er tekist á við verkefni sem fela í sér að skipuleggja fræðslu, þjálfun og annað sem tengist uppbyggingu starfsmanna fyrirtækis eða stofnunar í víðustu merkingu. Þessu skipulagi er síðan fylgt eftir á stefnufastan hátt og árangur af verkefninu mældur og metinn eftir því sem tök eru á. Markviss gefur stjórnendum og starfsmönnum kost á að meta sjálfir þekkingar- og færniþörf fyrirtækisins og skipuleggja uppbyggingu sérhvers starfsmanns í samræmi við það mat.

Markviss (Markviss uppbygging starfsmanna) er greiningaraðferð sem var þróuð sem samvinnuverkefni danskra iðnfyrirtækja og launþegasamtaka iðnaðarins og er starfrækt af skrifstofu SUM (Strategisk Udvikling af Medarbejdere) í Danmörku. Aðferðin hefur reynst vel í dönskum fyrirtækjum og eru ráðgjafar starfandi víða um Danmörku. Ráðgjafarnir eru þjálfaðir í því að aðstoða fyrirtæki við að finna lausnir og möguleika á sviði fræðslu og menntunar sem samsvara þörfum þeirra og markaðarins.
 
Árið 1998 voru gerð tilraunaverkefni með Markviss í tveimur fyrirtækjum á Íslandi. Tilraunin þótti gefa góða raun og var ákveðið að innleiða kerfið á Íslandi. Mennt, sem er samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla, er umboðsaðili fyrir Markviss og gerði samstarfssamning við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni um rekstur kerfisins. Núna eru starfandi Markviss-ráðgjafar á öllum fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum á landsbyggðinni.
 
Grunnhugmyndin á bak við Markviss er sú að bestur árangur næst við uppbyggingu starfsmanna þegar samvinna er á milli stjórnenda og starfsmanna í verkefninu. Aðferðir og verkfæri eru því hönnuð þannig að bæði yfirmenn og starfsmenn geti tekið þátt í ferlinu frá upphafi til enda. Það tryggir gagnkvæman skilning, áhuga og þátttöku allra sem vinna í fyrirtækinu og eykur líkur á varanleika og áframhaldandi uppbyggingu.
 
 
 
 

 

Vantar þig upplýsingar eða aðstoð? Hringdu í síma 560 2030

 

 

­
©2016 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is