­

Menntastoðir - 660 stundir (440 klukkustundir)

Frá 24.08.2017 16:30 til 28.05.2018 20:00
Staðsetning Dreifnám
560 2030

Námið er hafið og skráningu lokið.

Fræðslunetið býður uppá nám í Menntastoðum. Námið er metið til eininga á framhaldsskólastigi og veitir réttindi til að hefja nám á háskólabrú, háskólagátt eða í frumgreinadeildum háskóla. Um er að ræða dreifnám með staðlotum, þannig að það hentar fólki á öllu Suðurlandi allt frá Höfn í Hornafirði til Þorlákshafnar. Kennsla hófst í ágúst 2017 og lýkur í maí 2018.
Fyrir hvern? Námið er ætlað þeim sem ekki hafa lokið framhaldsskóla og hafa áhuga á frekara námi.
Helstu kennslugreinar eru: íslenska, enska, danska, stærðfræði og upplýsingatækni.

Nánari upplýsingar veitir Eydís Katla Guðmundsdóttir í síma 560 2033 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Miðað er við a.m.k. 80% viðveru og virka þátttöku til að ljúka náminu.

Menntastoðir hafa eftirfarandi námsþætti:

Íslenska, enska, danska, UTN, stærðfræði og lokaverkefni auk námstækni.

Námsþáttur

Kest

Kynning, mat og námstækni

55

Íslenska

130

Erlend tungumál, enska og danska

180

Stærðfræði

180+20

Lokaverkefni

45

Tölvu- og upplýsingatækni

50

Mat á námi og námsleið

5

   

Samtals

660

Námsskráin á PDFsniði

Verð: 142.000.- Hægt er að semja um greiðsludreifingu.

Athugið að starfsmenntasjóðir stéttarfélaganna styrkja námið. 

 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is