­

Hugræn atferlismeðferð við svefnleysi - 10 stundir

Frá 28.11.2017 17:00 til 30.11.2017
Markmið: Að sjúkraliðar fái fræðslu um svefn, svefntruflanir og tengsl svefns við líkamlega og geðræna heilsu. Höfuðáhersla verður lögð á að fjalla um langvarandi svefnleysi og kynna hugræna atferlismeðferð. Markmiðið er að sjúkraliðar þekki grunnatriði þeirrar meðferðar að námskeiði loknu.
Lýsing: Farið verður yfir lífeðlisfræði svefns, svefnþörf og áhrif þess að sofa of lítið eða of mikið. Fjallað verður um helstu svefnvandamál en áhersla verður á langvarandi svefnleysi sem er algengasti vandinn tengdur svefni. Fjallað verður um algengustu úrræði við langvarandi svefnleysi sem eru notkun svefnlyfja og hugræn atferlismeðferð og hagnýtar leiðir kenndar til að beita henni.
  • Tími: Þriðjudagur og fimmtudagur, 28. og 30. nóvember kl. 17-21
  • Staður: Fjölheimar
  • Verð: 24.500.-
  • Leiðbeinandi: Erla Björnsdóttir sálfræðingur og doktor í líf og læknavísindum frá Háskóla Íslands. Hún er framkvæmdastjóri Betri svefns og starfar sem sálfræðingur hjá Sálfræðiráðgjöfinni.
  • Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
  • Fjöldi: Lágmark 14   

Vantar þig upplýsingar eða aðstoð? Hringdu í síma 560 2030

 

 

­
©2016 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is