­
Innritun á námskeið fer fram í gegnum vef Fræðslunetsins (smella á: Skrá mig á þetta námskeið) eða á skrifstofu Fræðslunetsins. Hægt er að hringja í síma 560 2030 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Í umsókn þarf eftirfarandi að koma fram:

  • námskeið
  • nafn umsækjanda
  • kennitala
  • heimilisfang
  • GSM-númer
  • netfang
  • stéttarfélag (ef um það er að ræða)

Nokkrum dögum áður en námskeið hefst er haft samband við umsækjanda og hann beðinn um að staðfesta innritun. Staðfesting er skuldbindandi og með henni samþykkir þátttakandi að greiða fyrir námskeiðið.
Fræðslunetið áskilur sér rétt til að innheimta námskeiðsgjald að hluta til eða öllu leyti afboði þátttakandi sig eftir að hafa staðfest innritun.
Innritun lýkur að öllu jöfnu viku áður en námskeið hefst.
Námskeiðsgjöld eru innheimt með greiðsluseðli.
Miðað er við a.m.k. 75% viðveru og virka þátttöku til að ljúka námskeiði og fá skírteini.
Hver kennslustund (stund) er 40 mínútur nema annað sé tekið fram.
Fræðslunetið áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef ekki fæst næg þátttaka.

Vantar þig upplýsingar eða aðstoð? Hringdu í síma 560 2030

 

 

­
©2016 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is