­

Íslenska 4

From 18.09.2018 17:00 until 13.11.2018 20:30

 

 

 

Námslýsing
Áfanginn miðast við þarfir þeirra sem hafa nokkuð góða undirstöðu í tungumálinu. Fjallað er um
þætti sem tengjast daglegu lífi og þörfum fjölskyldu. Áhersla er lögð á að efla orðskilning
nemenda tengdan ýmsum störfum, samskiptum á vinnustað, atvinnuumsóknum, atvinnuviðtölum
og launaseðlum. Áfram er lögð áhersla á íslenskt samfélag og fjölmiðla með það fyrir augum að
auka færni nemenda í tungumálinu og efla sjálfstraust þeirra og samfélagslega vitund. Fjallað um
mannleg samskipti, virðingu og umgengni. Íslensk landafræði lítillega kynnt og nemendur segja
frá reynslu sinni af ferðalögum um Ísland og önnur lönd. Fjölbreyttum kennsluaðferðum í
tungumálakennslu beitt. Þjálfun í ritfærni eykst. Leitast er við að gera verkefnin þannig úr garði að
þau reyni á hæfni nemandans við raunverulegar aðstæður og þjálfi nemandann í að geta haldið
uppi samræðum og gert sig sem best skiljanlega á íslensku.
Efnisatriði
Dæmi: sjónvarp, dagblöð, Internetið, útvarp, myndir, skóladagar, starfsdagar, viðeigandi
klæðnaður, veikindi, viðtalstími, hegðun, heimanám, próf, skólabækur og áhöld, foreldrafundir,
skólaskemmtanir, öryggisatriði, skattur, skattaskýrsla, orlof, kaup, atvinnuviðtal, ferilskrá,
launaseðill, stéttarfélag, persónuafsláttur, ferðalög, landafræði. (sbr. Námskrá íslenska fyrir útlendinga - grunnnám, MNR 2008)
    • Kennari: Jaroslaw Dudziak
    • Lengd: 60 stundir
    • Dagar: Þriðjudagar og fimmtudagar
    • Verð: 44.700 isl kr.  Greiðsluseðill verður sendur í heimabanka. Einnig er hægt að greiða með Netgíró. Athugið að fræðslusjóðir stéttarfélaga styrkja þátttakendur.
Reglur um innheimtu námskeiðsgjalda
Course Fee Policy
Regulamin opłat za kurs

 

Námið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
mmr

 


­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is