­

Skrifstofa Fræðslunetsins verður lokuð frá og með 25. júní til og með 3. ágúst. 

Útskriftarhópur Menntastoða

Formlegu skólastarfi vorannar lauk með útskriftarhátíð á Hótel Selfossi fimmtudaginn 3. júní sl. Þá útskrifuðust þeir sem hafa lokið einingabæru námi af einhverju tagi. Fimmtán námsmenn luku Menntastoðum og níu námsmenn útskrifuðst af þjónustubrautum. Starfið í vetur hefur gengið vel og verið blómlegt þrátt fyrir hinn umtalaða faraldur. Starfsfólkið brást fljótt við og setti nám yfir í fjarnám þegar ekki var mögulegt að halda úti staðkennslu. Reyndar er stór hluti náms hjá Fræðslunetinu ávallt í fjarkennslu svo af þessu sköpuðust engin vandræði, enda allir orðnir vel sjóaðir í krísustjórnun. Það er fróðlegt að skoða tölur yfir fjölda námsmanna okkar og kemur fjöldinn sem stundar nám eða nýtur ráðgjafar hjá Fræðslunetinu örugglega mörgum á óvart, en alls voru það tæplega 1100 manns nú á vorönn.

Nám á haustönn hefst 17. ágúst. Þá  hefst nám í Menntastoðum, nám á Félagsliðabrú hefst 18. ágúst og nám á Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú hefst þann 8. september. Sjá nánar: Formlegt nám

Íslenskunámskeiðin hefjast 23. ágúst með íslensku 1 á Selfossi og námskeiðin hefjast síðan eitt af öðrun næstu vikur. Sjá nánar: Íslenskunámskeið

Innritun í nám og á námskeið er hér á vefnum okkar: Innritun í nám

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.