­

Fræðslunetið hefur á undanförnum vikum útskrifað 114 námsmenn af 7 námsbrautum og úr nokkrum greinum raunfærnimats. Námið er mismunandi langt allt frá nokkrum vikum til tveggja ára eins og t.d. brúarnám. Námið má meta til eininga á framhaldsskólastigi og er því það sem kallað er formlegt nám. 

Í vetur hefur Fræðslunetið að auki haldið fjölda námskeiða fyrir fyrirtæki og stofnanir og íslenskunámskeið fyrir útlendinga er stór þáttur í starfseminni. Helsti vaxtabroddurinn er þjónusta við fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu og greining fræðsluþarfa hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum. 

Við erum afar stolt af öllum okkar námsmönnum og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. Hér fylgja nokkrar myndir af útskriftarhópunum í vor. 

Fraedslunetid utskrift2018 3

Fagnám fyrir starfsfólk leikskóla

Fraedslunetid utskrift2018 2

Fagnám í umönnun fatlaðra

Fraedslunetid utskrift2018 4

Landnemaskólinn

Fraedslunetid utskrift2018 5

Kvikmyndasmiðja

Fraedslunetid utskrift2018 6

Raunfærnimat fyrir leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabraut

Fraedslunetid utskrift2018 7

Menntastoðir

Fraedslunetid utskrift2018 8

Félagsliðar

Fraedslunetid utskrift2018 9

Leikskólaliðar og stuðningsfulltrúar

klaustur

Útskriftarhópurinn úr raunfærnimati fyrir félagsliðabraut og leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabraut á Klaustri

utskrhofn

Fagnám í umönnun fatlaðra á Höfn

Tinna

Tinna Rut Sigurðardóttir útskrifaðist sem félagsliði á Höfn

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefsvæðið notar vafrakökur (e. cookies) sem safna upplýsingum um virkni, heimsóknartíðni og fleira.
Persónuverndarstefna FnS Ég samþykki | OK Nei | Decline