­

Meðferð matvæla

Frá 14.10.2019 16:30 til 09.12.2019 20:00
Staður: Dreifnám
560 2030
Flokkur: Formlegt nám

 

 

Námið er ætlað starfsfólki í mötuneytum og eldhúsum. Námið getur verið undanfari og hluti af námi í matartækni.

Verð: 15.000.- Athugið að starfsmenntasjóðir styrkja nám af þessu tagi.

Námsþættir: 

 • Kynning á námi og fyrirkomulagi náms 1 kest.
 • Matvælaörverufræði 4 kest.
 • Gæði og öryggi við meðferð matvæla 5 kest.
 • Matvælaeftirlit – matvælavöktun 4 kest.
 • Matvælavinnsla 6 kest.
 • Vinnsluferlar 4 kest.
 • Innra eftirlit 7 kest.
 • Þrif og sótthreinsun 3 kest.
 • Sýnatökur og viðmið 3 kest.
 • Merkingar á umbúðum matvæla 3 kest.
 • Geymsluþol, skynmat og sýnataka 4 kest.
 • Ofnæmi og óþol 2 kest.
 • Að auka hollustu máltíða og tilbúinna matvæla 3 kest.
 • Vöruþekking og fæðuflokkarnir 4 kest.
 • Mat á námi og námsleið 2 kest.

Samanlagt 55 kest. Valgreinar 5 kest. Samtals 60 kest.

Lokamarkmið námsins eru að námsmenn:

 • geti útskýrt mikilvægi og ábyrgð starfsmanna matvælaiðnaðar í lýðheilsu
 • geti útskýrt mikilvægi skipulags, eftirlits, ögunar og vandvirkni í matvælaiðnaði
 • þekki algenga gæðastaðla, gæðaferla og aðferðir til að skipuleggja innra eftirlit
 • þekki algengar örverur í matvælaiðnaði, lífsskilyrði þeirra, fjölgun og dreifingu, hagnýtingu þeirra og varnir við skaðsemi þeirra
 • þekki eiginleika algengra hreinsiefna og sótthreinsiefna sem notuð eru í matvælaiðnaði
 • verði færir um að taka sýni og ganga frá þeim á viðeigandi hátt
 • verði færir um að lesa úr niðurstöðum örverumælinga
 • verði færir um að mæla hitastig og skrá mælingar
 • verði færir um að fyrirbyggja krossmengun við vinnslu og meðferð matvæla
 • verði færir um að skrifa verk- og vinnulýsingar fyrir örugga meðferð matvæla
 • verði færir um að gera þrifaáætlun, þrifaskráningu og hreinsiúttekt fyrir matvælafyrirtæki
 • verði færir um að lesa úr og skrifa innihaldslýsingu á umbúðir matvæla
 • verði færari um að vinna verk sín með hagkvæmni og öryggi neytenda í fyrirrúmi

 

 

Námsskrá

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefsvæðið notar vafrakökur (e. cookies) sem safna upplýsingum um virkni, heimsóknartíðni og fleira.
Persónuverndarstefna FnS Ég samþykki | OK Nei | Decline