­

Fjármálafærni

 

 

 

 

Skemmtilegt og fræðandi námskeið um færni í fjármálum.

Markmið námskeiðsins er að efla færni þátttakenda til að taka ábyrgð á eigin fjármálum, eiga fjárhagsleg samskipti, skipuleggja fjármálin sín og auka skilning á gildi peninga. Notaðar eru atferlisæfingar þar sem þátttakendur æfa sig í aðstæðum sem gætu verið raunverulegar. Fjallað verður um peninga, hvað hlutirnir kosta og hvað við þurfum að gera til að eiga fyrir því sem við viljum kaupa. Þátttakendur vinna verkefni og kenndar eru aðferðir til að láta peninginn duga út allan mánuðinn og hvernig er hægt að spara fyrir draumunum.

Kennt er einu sinni í viku í 6 skipti, samtals 9 kennslustundir.

Tími: Þátttakendur fá bréf sent heim í pósti með tímasetningu á námskeiðinu.
Verð: 7.1
00 kr.

 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.