­

Skrifstofuskólinn - 240 kennslustundir

Frá | From 28.09.2020 13:00 til | until 18.12.2020 17:00
Námskeiðsflokkur | Categories: Formlegt nám

 

 

 
Skrifstofuskólinn er nám sem ætlað er þeim sem vinna almenn skrifstofustörf eða þeim sem hafa hug á því að skipta um starfsvettvang eða vera meira sjálfbjarga í eigin atvinnurekstri, s.s. með tölvuvinnu og bókhald. Skrifstofuskólinn er 240 kennslustunda nám sem Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi til styttingar á námi í framhaldsskóla.
Skrifstofuskólinn er ætlaður fólki á vinnumarkaði sem er 18 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki. Tilgangur námsins er að auka sjálfstraust námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til áframhaldandi náms. 
Kennsla fer fram í fjarnámi og staðnámi. Mikilvægt að þátttakendur búi yfir grunnfærni í tölvunotkun, hafi aðgang að tölvu og góðri nettengingu ætli þeir að vera í fjarnámi.
Lágmarksfjöldi er 14 þátttakendur.
 
 
Verð: 59.000.-
Athugið að hægt er að sækja um styrki til starfsmenntasjóða á móti kostnaði. 
 

Áfangar: 

Áfangaheiti Námsgrein Þrep
F-BÓHA1BH Bókhald 1
F-BÓHA2BF Tölvubókhald 2
F-NSTA2FF Færnimappa, ferilskrá 2
F-NSTA2NM Námsdagbók og markmiðasetning 2
F-NSTA2NT Námstækni 2
F-PERH2SS Samskipti 2
F-SKSK2LV Lokaverkefni 2
F-STÆR2VV Verslunarreikningur 2
F-TÖUP1RK Tölvu- og upplýsingatækni 1
F-ÞJTA2ÞF Þjónusta 2
 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.