­

Skrifstofuskólinn - 240 kennslustundir

Flokkur: Formlegt nám
 
Skrifstofuskólinn er nám sem ætlað er þeim sem vinna almenn skrifstofustörf eða þeim sem hafa hug á því að skipta um starfsvettvang eða vera meira sjálfbjarga í eigin atvinnurekstri, s.s. með tölvuvinnu og bókhald. Skrifstofuskólinn er 240 kennslustunda nám sem Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi til styttingar á námi í framhaldsskóla.
Skrifstofuskólinn er ætlaður fólki á vinnumarkaði sem er 18 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki. Tilgangur námsins er að auka sjálfstraust námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til áframhaldandi náms. 
Gert er ráð fyrir því að námið hefjist í janúar 2019.  Nánari tímasetning verður auglýst síðar.
Verð: 56.700.- með fyrirvara um breytingu á verðskrá Fræðslusjóðs fyrir árið 2019.
Athugið að hægt er að sækja um styrki til starfsmenntasjóða á móti kostnaði. 
 
Helstu námsþættir:
  • Sjálfsstyrking, námstækni og ferilskrá
  • Tölvu- og upplýsingaleikni
  • Verslunarreikningur, bókhald og tölvubókhald
  • Þjónusta
  • Lokaverkefni
 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefsvæðið notar vafrakökur (e. cookies) sem safna upplýsingum um virkni, heimsóknartíðni og fleira.
Persónuverndarstefna FnS Ég samþykki | OK Nei | Decline