Félagsliðabrú
Athugið að tímasetning er birt með fyrirvara um breytingu.
Fyrir hverja?
Stéttarfélögin styrkja félagsmenn sína fyrir hluta námskeiðsgjalda í samræmi við reglur hvers félags.
Kennslufyrirkomulag:
Nám á félagsliðabrú er fjórar annir og eru kenndar um 9 einingar á hverri önn. Kennsla fer að mestu leyti fram í vendikennslu með áherslu á virka þátttöku nemenda. Rétt er að gera ráð fyrir nokkurri heimavinnu. Námið hefst í september 2020 og lýkur í júní 2022. Kennsla fer fram í fjarkennslu í gegnum samskiptaforritið Teams. Kennsla fer fram einu sinni í viku á kennslustað en gert er ráð fyrir að annað skiptið verði með vendikennslusniði.
Kennt verður kl. 17:10-20:10 miðvikudaga en vendikennslutíminn er að eigin vali í sömu viku. Öll kennsla verður tekin upp og gerð aðgengileg fyrir námsmenn eftir tímana.
Eydís Katla Guðmundsdóttir er verkefnastjóri þessa náms og veitir allar upplýsingar um það.
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sími: 560 2030
Verð fyrir 42 gamlar einingar er 158,000.- Athugið að verð er birt með fyrirvara um breytingar á verðskrá FA - birt verð er samkvæmt verðskrá FA 2021
Athugið að námsskráin verður með breyttu sniði í framtíðinni þar sem hluti námsins fer uppá 3. þrep og námið lengist.
Áfangar:
Heilbrigðisfræði
Félagsfræði
Félagsleg virkni
Aðstoð og umönnun
Sálfræði
Fjölskylda og félagsleg þjónusta
Lyfjafræði
Næringarfræði
Skyndihjálp
Valgreinar
Samfélagsþjónusta aldraðra
Öldrunarferli
eða
Fötlun
Fötlun og samfélag