Rofar og umhverfisstjórnun
Notaðir eru rofar til að stjórna tölvu svo sem í tölvuleikjum, að velja tónlist og fleira. Unnið er markvisst að því að finna leiðir til að þátttakendur geti stjórnað einhverju í umhverfinu og þar með verið virkir. Áhersla er lögð á að hver og einn þátttakandi velji sér viðfangsefni tengt sínu áhugasviði. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.
Tími: Þátttakendur fá bréf sent heim í pósti með tímasetningu á námskeiðinu.
Verð: 14.500 kr.