­

Félagsliðabrú

Frá | From 18.08.2021 17:10 til | until 01.06.2023 21:00
Námskeiðsflokkur | Categories: Formlegt nám

 

 

Félagsliðabrúarnám er í boði við Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi. Námið er í heildina 151/161 eining á 2. og 3. þrepi. Hjá Fræðslunetinu er hægt að taka 81 einingu á 2. þrepi á fjórum önnum. Þátttakendur geta valið um sérhæfingu á sviði fötlunar- eða öldrunarlínu. Sérhæfingin er 5 einingar á hvoru sviði en nemendur geta tekið bæði sviðin ef þeir kjósa. Mögulegt er að taka þátt í raunfærnimati á félagsliðabraut og fá einhverja áfanga metna áður en námið hefst.

Fyrir hverja?

 • Þá sem hafa náð 22 ára aldri.
 • Þá sem hafa að minnsta kosti 3 ára starfsreynslu á sviði umönnunar barna, unglinga, fatlaðra, sjúkra og aldraðra.
 • Þá sem hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum á vegum símenntunarmiðstöðva, stéttarfélaga, sveitarfélaga eða annarra aðila, s.s. ýmsum fagnámskeiðum, starfsnámi stuðningsfulltrúa, grunn- og framhaldsnámskeiði.

Verð:

Þátttakendur greiða kr. 244.000 fyrir námið í símenntunarmiðstöð og er innheimt í tvennu lagi. Starfsmenntasjóðir stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína fyrir hluta námskeiðsgjalda í samræmi við reglur hvers félags.

Ath að verð er birt með fyrirvara um breytingu á verðskrá Fræðslusjóðs. Verðið sem hér birtist er samkvæmt VERÐLISTA FRÆÐSLUSJÓÐS 2021 Gildir frá 24.04.2021

Kennslufyrirkomulag:

Nám á félagsliðabrú er fjórar annir hjá Fræðslunetinu en síðan bætast við 70/75 einingar við framhaldsskóla. Í flestum áföngum er notast við speglaða kennslu. Nemendur hlusta á fyrirlestra heima en mæta í vinnustofur hjá Fræðslunetinu einu sinni í viku, síðdegis, alls fimm vikur. Verkefnavinna í vinnustofum fer fram í fjarkennslu í gegnum samskiptaforritið Teams. Námið hentar því vel með vinnu og þátttakendur geta stundað það óháð búsetu.

Námsgreinar:

 • Aðstoð og umönnun ASU2A05
 • Fatlanir FTL2A05 
 • Félagsleg virkni FÉV2A05
 • Fjölskyldan og félagsleg þjónusta FJF2A05
 • Gagnrýnin hugsun og siðfræði GHS2A05
 • Íslenska – fagíslenska ÍSL2F05
 • Lyf og líkamleg umönnun LYF2A05
 • Næringarfræði NÆR2A05
 • Samskipti og samstarf SAS1A05
 • Sálfræði – hegðun og atferlsimótun HOA2A05
 • Skyndihjálp SKY2A01
 • Stærðfræði STÆ2C05
 • Upplýsingatækni UTN2A05
 • Öldrun ÖLD2A05

Valgreinar:

 • Fatlanir og samfélag FTL2B05eða
 • Öldrun og samfélagið ÖLD2B05

Upplýsingar hjá Eydísi Kötlu:

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sími: 560 2030

 Dæmi um námsframvindu

Námsgrein 

Haust 2020 

Vor 2021 

Haust 2021 

Vor 2022 

Aðstoð og umönnun

ASU2A05

Enska - fagenska

ENS23305

Fatlanir

FTL2A05

Fatlanir og samfélag **

      

FTL2B05**

Félagsleg virkni

FÉV2A05

Fjölskyldan og félagsleg þjónusta

FJF2A05

Gagnrýnin hugsun og siðfræði

GHS2A05

Íslenska - fagíslenska

ÍSL2F05

Kynjafræði

KYN2A05

Lyf og líkamleg umönnun

LYF2A05

Næringarfræði

NÆR2A05

Samskipti og samstarf

SAS1A05

Sálfræði – hegðun og atferlismótun

HOA2A05

Skyndihjálp

SKY2A01

Stærðfræði 

STÆ2C05

Upplýsingatækni

UTN2A05

Öldrun

ÖLD2A05

Öldrun og samfélagið **

ÖLD2B05**

Einingar alls: 

20 

20 

20 

21/26 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.