Lærðu um réttindi þín
Námskeiðsflokkur | Categories: Sjálfstyrking og valdefling fyrir fatlað fólk
Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér réttindi fatlaðs fólks og þar á meðal að kynna sér í hverju það felst að vera talsmaður fatlaðs fólks. Kynntur er Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og félög sem starfa í tengslum við fatlað fólk. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.
Tími: Þátttakendur fá bréf sent heim í pósti með tímasetningu á námskeiðinu.
Verð: 14.300 kr.