­

Lífsstílssjúkdómar og lífsstílslyf

Frá 29.10.2018 17:00 til 30.10.2018 21:00

 

 

Fjallað er um helstu lífsstílssjúkdóma m.a. sykursýki 2, offitu, krabbamein, langvinna lungnateppu, þunglyndi, æðakölkun og Alzheimer. Einnig er fjallað um leiðir til að fyrirbyggja þessa sjúkdóma, lífsstílslyf og ýmis úrræði í baráttu við þessa kvilla, t.d. hreyfiseðla, mælingar á blóðþrýstingi/blóðsykri og rafrettur.

Markmið:

Að auka þekkingu sjúkraliða á lífsstílssjúkdómum sem taldir eru ein algengasta dánarorsök fólks í heiminum. Fjallað verður um þau úrræði sem nota má í baráttunni við þessa sjúkdóma, m.a. lífsstílslyf.

Námsmat: 100% mætingaskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.

  • Tími: Mánudagur og þriðjudagur 29. og 30. október frá kl. 17-21
  • Staður: Fjölheimar, Selfossi
  • Verð: 26.800.-
  • Kennari: Bryndís Þóra Þórsdóttir lyfjafræðingur
  • Fjöldi: Lágmark 14   

Fræðslunetið áskilur sér í öllum tilfellum rétt til að innheimta kr. 5.000 í umsýslugjald vegna afboðana sem berast seinna en þremur virkum dögum áður er námskeið hefst.


­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is