­

Samskiptafærni í starfi sjúkraliða - 10 stundir

Frá 21.05.2019 17:00 til 22.05.2019 20:50

 

 

 

Hæfniviðmið: Að þátttakendur öðlist þekkingu og þjálfun á þeim samskiptaleiðum sem auka samskiptafærni. Að þátttakendur geti nýtt sér samskiptafærni í erfiðum samskiptum.

Lýsing: Á námskeiðinu verður fjallað um aðferðir til áhrifaríkra samskipta. Farið verður yfir hin ýmsu samskiptaform með sérstakri áherslu á virka hlustun. Á námskeiðinu verður einnig fjallað um erfið samskipti og leiðir til takast á við þau. Rannsóknir sýna að góð samskipti á milli heilbrigðisstarfsfólks og skjólstæðinga eru einn mikilvægasti þátturinn í að veita heildræna hjúkrun. Góð samskipti eru grundvöllur þess að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og auka ánægju og vellíðan skjólstæðinga. Þá hefur einnig verið sýnt fram á að með góðum samskiptum séu meiri líkur á betri útkomu fyrir skjólstæðinginn, auk þess virðist starfsánægja aukast á meðal þeirra sem búa yfir góðri samskiptafærni.

Námsmat: 100% mætingaskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.

  • Tími: Þriðjudagur og miðvikudagur  21. og 22. maí frá kl. 17-20:50
  • Staður: Fjölheimar, Selfossi
  • Verð: 25.000.-
  • Kennari: María Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, MA í náms- og starfsráðgjöf, diplóma í kennsluréttindum
  • Fjöldi: Lágmark 12  

Fræðslunetið áskilur sér í öllum tilfellum rétt til að innheimta kr. 5.000 í umsýslugjald vegna afboðana sem berast seinna en þremur virkum dögum áður er námskeið hefst.


­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefsvæðið notar vafrakökur (e. cookies) sem safna upplýsingum um virkni, heimsóknartíðni og fleira.
Persónuverndarstefna FnS Ég samþykki | OK Nei | Decline