­

Réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga

Frá 04.03.2019 17:00 til 06.03.2019 20:20

 

 

 

 

 

 

Námskeiðið skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða umfjöllun um réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsmanna og opinberra starfsmanna og hins vegar réttindi og skyldur sjúklinga. Í báðum hlutum verða umræður samhliða fyrirlestrum sem og raunhæf verkefni.

I. Réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsmanna 4 klst.

a. Farið verður heildstætt yfir lög um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 og skilgreiningar hugtaka
b. Farið verður yfir einstaka greinar laganna sem hafa sérstaka þýðingu fyrir störf sjúkraliða með áherslu á faglegar kröfur og ábyrgð, starfsskyldur, trúnaðarskyldur, undanþágur frá starfsskyldum, afleiðingar brota á starfsskyldum og viðurlög almennra hegningarlaga.
c. Einnig verður farið létt yfir ákvæði reglugerðar nr. 511/2013 um menntun, réttindi og skyldur sjúkraliða og skilyrði til að hljóta starfsleyfi.
d. Þá verður farið yfir helstu dómafordæmi.
e. Umræður og úrlausn raunhæfra verkefna.

II. Réttindi og skyldur sjúklinga 2 klst.

a. Farið verður heildstætt yfir lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997, þ.m.t. markmið laganna og tengingu þeirra við mannréttindarsáttmála Evrópu og íslensku stjórnarskrárinnar.
b. Farið verður yfir einstaka greinar laganna þ.m.t. um gæði heilbrigðisþjónustu, rétt sjúklinga til upplýsinga um heilsufar og meðferð og undanþágu frá slíkum rétti, rétt sjúklinga til að hafna meðferð, þátttöku sjúklinga í kennslu og þjálfun heilbrigðisstarfsmanna, virðing fyrir mannhelgi sjúklinga, ábyrgð sjúklinga á eigin heilsu og þátttöku í meðferð sinni, meðferð dauðvona sjúklinga, rétt sjúklinga til að kvarta o.fl.
c. Umræður og möguleg úrlausn raunhæfra verkefna.

Einnig verður farið yfir lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996

Námsmat: 100% mætingaskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.

  • Tími: Mánudagur og miðvikudagur  4. og 6. mars  frá kl. 17-20.20
  • Staður: Fjölheimar, Selfossi
  • Verð: 21.000.-
  • Kennari: Jónína Guðmundsdóttir, sjúkraliði og héraðsdómslögmaður
  • Fjöldi: Lágmark 12  

Fræðslunetið áskilur sér í öllum tilfellum rétt til að innheimta kr. 5.000 í umsýslugjald vegna afboðana sem berast seinna en þremur virkum dögum áður er námskeið hefst.


­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefsvæðið notar vafrakökur (e. cookies) sem safna upplýsingum um virkni, heimsóknartíðni og fleira.
Persónuverndarstefna FnS Ég samþykki | OK Nei | Decline