Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi sér um og skipuleggur nám og námskeið fyrir fullorðið fólk. Námskeiðin eru af ýmsum toga bæði starfstengd- og tómstundanámskeið og einnig er boðið uppá nám á framhaldsskólastigi. Nám og námskeið eru auglýst á vefsíðu Fræðslunetsins og víðar eftir þörfum. Fræðslunetið skipuleggur námskeið eftir óskum fyrirtækja og stofnana og greinir einnig fræðsluþarfir hjá fyrirtækjum og stofnunum og útbýr fræðsluáætlanir. Fræðslunetið gerir föst verðtilboð í námskeið og greiningar eftir óskum aðila. Allar upplýsingar má fá í síma 560 2030 eða senda tölvupóst: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fræðslunetið er í Fjölheimum Tryggvagötu 13, 800 Selfossi, á Vallarbraut 16 á Hvolsvelli, í Kötlusetri í Vík, Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri og í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.