­

SKIPULAGSSKRÁ FRÆÐSLUNETSINS SíMENNTUNAR Á SUÐURLANDI SES.

Fræðslunet Suðurlands var stofnað á degi símenntunar þann 28. ágúst 1999. Nafni þess var breytt í Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi árið 2013.

Meginmarkmið stofnunarinnar, skv. stofnskrá hennar, er að efla aðgengi íbúa fjórðungsins að margs konar námi og símenntun og auka með því búsetugæði á svæðinu.
Við Fræðslunetið starfa nú tólf starfsmenn. Aðalstarfsstöð Fræðslunetsins er í Fjölheimum Tryggvagötu 13 á Selfossi. Þar er skrifstofa þess og kennslustofur. Einnig er starfsstöð á Hvolsvelli að Vallarbraut 16, í Kötlusetri í Vík og Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri og í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.
Námskeið Fræðslunetsins skiptast í megin dráttum þannig:

  • Námsbrautir FA, einkum ætluð þeim sem litla formlega menntun hafa.
  • Sérsniðin námskeið sem haldin eru fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagsamtök.
  • Íslenskunámskeið fyrir útlendinga.
  • Námskeið sem eru sérstaklega ætluð fyrir fatlað fólk.
  • Námskeið fyrir almenning.

Gerðar greiningar á fræðsluþörfum fyrirtækja og stofnana samkvæmt sérstökum samningum þar um.

 

 ­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.