­

Vísindastyrkur Suðurlands afhentur 

Vísindastyrkur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands var afhentur við hátíðlega athöfn í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands þann 13. janúar sl. Að þessu sinni urðu tvö verkefni fyrir valinu til að hljóta styrkinn. Það voru þeir Sæmundur Sveinsson sem vinnur að doktorsverkefni um erfðafræði baunagrass á Íslandi og nýtingu þess til landgræðslu annars vegar og hins vegar Sigurður Unnar Sigurðsson  sem einnig er að vinna doktorsverkefni og fjallar það um nærsviðsáhrif jarðskjálfta. Hvor um sig hlaut 500.000 kr. í styrk.  Það var forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson sem afhenti styrkina. Við sama tækifæri voru menntaverðlaun Suðurlands afhent, en þau hlaut Fjölbrautaskóli Suðurlands að þessu sinni. 

 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.