­

verdlaunahafar

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar ásamt styrkhöfum þeim Sólveigu og Brynju og Sveini Aðalsteinssyni formanni Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands.

Tvær konur, þær Sólveig þorvaldsdóttir og Brynja Hrafnskelsdóttir hlutu styrk Vísindasjóðs Suðurlands fyrir árið 2011. Um er að ræða doktorsverkefni í báðum tilvikum. Verkefni Sólveigar fjallar um  áhrif eldgosa á atvinnugreinar og verkefni Brynju um skordýrabeit í landgræðsluskógum og lúpínubreiðum. Styrkurinn var afhentur á hátíðarfundi Fræðslunetsins sem haldinn var þriðjudaginn 24. janúar sl. Það var forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti styrkina að upphæð 500.000 kr. hvor.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.