­

Á haustdögum var auglýst eftir umsóknum í sjóðinn eins og reglur hans gera ráð fyrir. Auglýst var í Fréttablaðinu og í háskólum á landinu. Styrkupphæðin var 1,1 milljón króna. Alls bárust 12 umsóknir. Tveimur umsækjenda var veittur styrkur að þessu sinni: Ásdísi Jónsdóttur fyrir doktorsverkefni sitt um rannsóknir á jöklum á Suðurlandi og þekkingarsköpun um þá; Ásdís stundar nám í mannfræði við Háskólann í Ósló. Magneu Báru Stefánsdóttur fyrir verkefnið ljósmyndasafn Ottós Eyfjörð sem er lokaverkefni hennar í MA námi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson afhenti styrkinn á hátíðarfundi Fræðslunetsins sem haldinn var í ársbyrjun 2013. 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.