­
Frá afhendingu styrksins, Sólrún Auðbertsdóttir, herra Ólafur Ragnar Grímsson og Jónas Guðnason

Þann 14. janúar var haldinn hátíðarfundur vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fundinn sóttu rúmlega 60 manns.
Aðalverkefni fundarins var að veita þremur nemendum í masters- og doktorsnámi styrki til rannsóknaverkefna sinna. Steingerður Hreinsdóttir formaður sjóðsstjórnar fór yfir störf sjóðsins og gerði grein fyrir úthlutun 2015.

Styrk að upphæð 400.000 kr. hlutu eftirtaldir:

Ragnheiður Hergeirsdóttir fyrir mastersverkefni sitt sem fjallar um viðbragðsáætlanir sveitarfélaga á Suðurlandi við samfélagsáföllum og hvernig nýta má þekkingu félagsráðgjafar til að efla viðnámsþrótt samfélaga. Vinnuheiti verkefnisins er „Viðnámsþróttur og viðbragðsáætlanir sveitarfélaga á Suðurlandi“.

Haukur Ingvarsson fyrir doktorsverkefni sitt sem nefnist „William Faulkner á Íslandi“. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvernig ímynd bandaríska skáldsagnahöfundarins Williams Faulkners (1897–1962) varð til og þróaðist á Íslandi á tímabilinu 1930 til 1970. Rannsóknin skiptist í þrjá hluta og þungamiðja í þeim fyrsta er Sunnlendingurinn Guðmundur Daníelsson.

Ásdís Benediktsdóttirfyrir doktorsverkefni sem unnið er við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands í samvinnu við Uppsalaháskóla og Veðurstofu Íslands og felur í sér að kanna innri gerð Eyjafjallajökuls með nýjum aðferðum á sviði jarðskjálftafræði.

Forseti Íslands; herra Ólafur Ragnar Grímsson veitti þremenningunum styrkinn og ávarpaði fundinn.

Fræðslunetið óskar styrkþegum til hamingju og þakkar öllum fyrir sem lögðu hönd á plóg við undirbúning og framkvæmd fundarins.

 
­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.